Fréttir

Grenivíkurskóli settur

Skólasetning Grenivíkurskóla fór fram í blíðaskaparveðri á útisvæði skólans nú í morgun. Framundan er spennandi og skemmtilegt skólaár uppfullt af áskorunum fyrir nemendur og starfsfólk. Við hlökkum til að starfa með öllum aðilum skólasamfélagsins í vetur og óskum eftir góðri samvinnu við heimilin hér eftir sem hingað til.
Lesa meira

Skólasetning Grenivíkurskóla

Í ljósi Covid-19 faraldursins verður skólasetning Grenivíkurskóla með öðrum hætti en venjulega að þessu sinni. Skólinn verður settur á útisvæðinu við skólann þriðjudaginn 25. ágúst kl. 8:20 og í kjölfarið tekur við útivistardagur hjá nemendum. Í ljósi aðstæðna óskum við eftir því að eingöngu foreldrar nemenda í 1. bekk fylgi nemendum sínum á skólasetninguna.
Lesa meira

Verðandi nemendur fengu afhentar skólatöskur

Undanfarin ár hefur Grýtubakkahreppur fært nemendum, sem hefja nám við í 1. bekk Grenivíkurskóla, skólatöskur að gjöf. Í ár var engin breyting þar á og fengu nemendur töskurnar afhentar í vikunni.
Lesa meira

Grenivíkurskóli hlýtur styrk frá Forriturum framtíðarinnar

Grenivíkurskóli var á dögunum einn 29 grunnskóla á landinu til þess að hljóta styrk frá Forriturum framtíðarinnar.
Lesa meira

Nemandi vikunnar

Friðbjörg Anna var dreginn sem nemandi vikunnar á samveru síðastliðinn mánudag og svaraði af því tilefni nokkrum spurningum fyrir okkur.
Lesa meira

Nemandi vikunnar

Jakub Slezinski er nemandi vikunnar að þessu sinni, en nafnið hans var dregið á samveru síðastliðinn mánudag. Af því tilefni svaraði hann nokkrum laufléttum spurningum.
Lesa meira

Viðbrögð við flensufaraldri

Viðbraðgsáætlun Grenivíkurskóla vegna flensufaraldurs er nú aðgengileg á heimasíðu skólans.
Lesa meira

Nemandi vikunnar

Trausti Loki er næstur í röðinni sem nemandi vikunnar, en nafn hans var dregið á samveru síðastliðinn mánudag. Af því tilefni svaraði hann nokkrum spurningum fyrir heimasíðuna.
Lesa meira