Skimanir sem lagðar eru reglubundið fyrir alla nemendur:
1.-2. bekkur: Læsi
3.-5. bekkur: Orðarún og lesferill
6.-8. bekkur: Orðarún, lesfimi og stafsetning/miðbjörg
9. bekkur: GRP 14
Þeir nemendur sem hafa slaka færni eða vísbendingar um ákveðna veikleika í skimunum fara í ítarlegra greiningarferli eftir því sem við á. Ef vísbenginar eru um lestrarerfiðleika þá fara nemendur í lestrarskimunina Aston Index (3. bekkur) eða lestrarskimunina Logos.
Þegar niðurstaða samræmdra prófa liggur fyrir í 4., 7., og 9. bekk eru þær notaðar til að meta stöðu nemenda. Ef niðurstöður eru undir meðaltali eða ef ástæða þykir til þá er lestrarskimunin Logos og/eða stærðfræðiskimunin Talnalykill lögð fyrir.