Skólaakstur

Skólaárið 2023-2024 eru sex nemendur í skólaakstri. Skólabílstjóri sækir nemendur að morgni og ekur þeim heim að loknum skóla, um kl. 14:10.

Reglur um skólabíllinn

  1. Bifreiðastjóri ber ábyrgð á börnunum og skal sýna þeim nærgætni og umhyggju, en ber jafnframt að halda uppi aga.  Verði erfiðleikar með framkomu barnanna skal það rætt við skólastjóra.
  2. Bifreiðastjóri skal kappkosta að gera hverja ferð sem þægilegasta fyrir farþega sína og halda áætlun eins og kostur er.
  3. Bifreiðastjóri skal sjá um að bifreiðin sé vel þrifin og hvetja nemendur til að ganga þrifalega um á sama hátt og krafist er í skólahúsnæði.
  4. Bifreiðastjóri skal sjá til þess að ekki séu of margir farþegar í bílnum.  Ef nemendur í skólaakstri vilja taka með sér gesti ber forráðamönnum að ræða það við skólabílstjóra með góðum fyrirvara.
  5. Forráðamenn nemenda skulu sjá um að koma nemendum í skólabíl á tilsettum tíma (við þjóðveg) á leið í skólann en bifreiðastjóra er skylt, t.d. ef verður er slæmt að sjá til þess að nemendur komist á öruggan samastað. Þetta skal gert í samráði við skólastjóra ef ekki næst í forráðamenn.
  6.  Bifreiðastjóri verður á vettvangi að taka ákvörðun um hvort fella eigi niður ferð eða stytta vegna veðurs, ófærðar eða af öðrum orsökum.  Þetta skal gert í samráði við skólastjóra ef unnt er.
  7. Að jafnaði leggur bifreiðastjóri af stað frá skóla 10 mín. eftir að skóla líkur. Þurfi oft að bíða eftir nemanda verður rætt við foreldra.
  8. Ef nemandi í skólaakstri ætlar ekki að fara heim með skólabílnum þarf að tilkynna það til skólabílstjóra. 
  9.  Sími skólans er 414 5413 Sími bílstjóra er Anna Bára 894 3220,  og afleysingabílstjóra Sveinn 899 9906 - Bergvin 696 3162.