Reglur um farsíma- og snjalltækjanotkun í Grenivíkurskóla

Reglur um farsíma- og snjalltækjanotkun í Grenivíkurskóla

- Nemendur í 7.-10.bekk mega nota síma og snjalltæki í skólanum.  Sími er þó ekki notaður í kennslustundum nema með leyfi kennara. Mánudagar eru símalausir dagar, þá eru símar geymdir heima eða í skólatöskunni.

- Nemendur bera sjálfir ábyrgð á tækjum í persónulegri eigu

- Símar sjást ekki í matsalnum á matartíma.

- Við tökum ekki upp hljóð, myndbönd eða myndir nema með leyfi.

- Ef reglur þessar eru brotnar skal nemandi afhenda starfsmanni skólans tækið og sækja það til skólastjóra að loknum skóladegi.  Atvikið skal tilkynnt foreldrum.