Símareglur í Grenivíkurskóla

Símareglur í Grenivíkurskóla (gilda einnig um önnur snjalltæki)


- Nemendur mega ekki nota síma á skólatíma. Gildir það hvort sem um er að ræða kennslustundir, frímínútur, hádegi, vettvangsferðir eða fyrir fyrsta tíma að morgni.

- Ef nemandi kemur með síma í skólann skal vera slökkt á honum og hann geymdur ofan í tösku á skólatíma.

- Ef foreldrar þurfa að ná tali af nemendum eiga þeir að hafa samband við skólann.

- Ef reglur þessar eru brotnar skal nemandi afhenda starfsmanni skólans tækið og sækja það til skólastjóra að loknum skóladegi. Ef um ítrekuð brot er að ræða verður leitað lausna í samráði við nemanda og foreldra.

- Reglur þessar tóku gildi mánudaginn 22. janúar 2024 og gilda út skólaárið 2023-2024.