Skólavistun

Skólavistun er fyrir börn í 1. – 4. bekk. Henni er ætlað það hlutverk að vera öruggur samastaður fyrir börnin. Þar geta þau dvalið að loknum skóladegi við ýmis verkefni, s.s. leiki, listir og útiveru. Reynt er að efla vináttu meðal barnanna og þau hvött til að koma með hugmyndir að því starfi sem fram fer í skólavistuninni.

Sækja þarf um skólavistun hjá skólastjóra á þar til gerðum eyðublöðum/í tölvupósti. Hægt er að panta tíma í skólavistun eftir þörfum hvers og eins. Skólaárið 2019-2020 er skólavistun starfandi frá því að skóla lýkur til kl. 16.00 þriðjudaga og miðvikudaga. Skólavistun fylgir skóladagatali, þá daga sem er frí hjá nemendum í skólanum er líka frí í skólavistun. 

Þriðjudaga: 12:40-16:00
Miðvikudaga: 12:40 - 16:00

Starfsmaður skólavistunar er Elsa María Guðmundsdóttir

Í skólavistuninni er lögð áhersla á að nemendum líði vel og að þeir hafi verkefni við hæfi. Sem dæmi um verkefni má nefna lestur, spil, leiki í sal og frjálsan leik. Boðið er upp á síðdegishressingu fyrir þá sem þess óska.

Verðskrá skólavistunar árið 2019 má finna inná heimasíðu Grýtuabakkahrepps.