Grænfáninn

Grænfánaverkefnið

Á vorönn 2005 var ákveðið að Grenivíkurskóli tæki þátt í svokölluðu Grænfánaverkefni sem gengur út á að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Grenivíkurskóli fékk fyrsta Grænfánann afhentan vorið 2007 og vorið 2018 fékk Grenivíkurskóli Grænfánann afhentan í sjötta sinn.

Grenivíkurskóli setur sér að vinna áfram og enn betur að því sem náðst hefur. 

Markmið verkefnisins eru að:

  • Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku
  • Efla samfélagskennd innan skólans
  • Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan
  • Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir varðandi nemendur
  • Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál
  • Efla alþjóðlega samkennd og tungumálakunnáttu
  • Tengja skólann við samfélagið sitt, fyrirtæki og almenning.

Í þessu verkefni er það ekki einungis skólinn sem þarf að taka þátt, skólasamfélagið þarf að vera meðvitað um þetta verkefni og vinna með skólanum að því að bæta umhverfið.

Umhverfissáttmáli Grenivíkurskóla

Grenivíkurskóli setur sér:

  • Að auka umhverfisvitund nemenda, starfsfólks og samfélagsins alls
  • Að fegra og bæta umhverfi skólans og stuðla að því að íbúar Grýtubakkahrepps leiti úrbóta á því sem sem betur mætti fara í þeim efnum
  • Að efla samfélagskennd innan skólans sem utan og miðla vitneskju á lýðræðislegan hátt.