Heilsueflandi grunnskóli

Heilsueflandi skóli

Grýtubakkahreppur var þátttakandi í þróunarverkefni Lýðheilsustöðvar sem bar heitið Allt hefur áhrif – einkum við sjálf. Skólinn vinnur áfram á sömu braut í samstarfi við Landlæknisembættið. Verkefnið hafði það að markmiði að bæta lífshætti barna og fjölskyldna þeirra með áherslu á hreyfingu og góða næringu og er það stefna okkar að halda því góða starfi áfram. Frá haustinu 2012 er Grenivíkurskóli „Heilsueflandi skóli“.

Þessi heilsustefna skólans birtist m.a. í því að:

 • Nemendur sé boðið upp á hafragraut, ávexti og grænmeti alla morgna
 • Nemendur fari í gönguferðir í nágrenni skólans
 • Nemendur fái hollan mat í hádeginu alla virka daga sem samræmast ráðleggingum Embættis landlæknis. Lögð er á það áhersla að nemendur bragði á öllu meðlæti sem þeim stendur til boða
 • Nemendum sé boðið upp á mjólk með matnum
 • Nemendur á yngsta stigi fari út í löngu frímínútum
 • Allir nemendur skólans fari út á þriðjudögum og fimmtudögum.
 • Nemendur á öllum stigum skólans eigi kost á því að fara í íþróttasalinn í löngu frímínútum og hádegi
 • Nemendur á öllum stigum skólans taki þátt í útikennslu þar sem þau fá alhliða hreyfingu um leið og þau læra á umhverfið og nýtingu þess. Þau eru hvött til að vera sem mest úti.
 • Skólinn fái reglulega til sín fyrirlesara til að halda námskeið fyrir nemendur, foreldra/forráðamenn og starfsfólk sem stuðla að bættum lífsháttum
 • Nemendur fái fræðslu og þjálfun varðandi næringu, hreyfingu og andlega líðan
 • Öflugur íþróttakennari starfi við skólann
 • Virkja samfélagið í Grýtubakkahreppi til að eiga hlutdeild í verkefninu t.d. með þátttöku á þemadögum
 • Grenivíkurskóli tekur þátt í ýmsum heilsueflandi verkefnum, t.d. Göngum í skólann og Ólympíuhlaupi ÍSÍ.