Tónlistarskóli

Tónlistarskóli Eyjafjarðar

Ágrip af sögu skólans:

Tónlistarskóli Eyjafjarðar var stofnaður 1988 af eftirtöldum sveitarfélögum: Arnarneshreppi, Skriðuhreppi, Öxnadalshreppi, Glæsibæjarhreppi, Saurbæjarhreppi, Hrafnagilshreppi, Öngulstaðarhreppi, Svalbarðsstrandahrppi og Grýtubakkahreppi. Hríseyjarhreppur var með fyrsta árið og Svalbarðsstrandahreppur dró sig út 1996 en kom aftur inn í starfið haustið 2021. Þau sveitarfélög sem standa að skólanum núna eru Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur.

Skólaárið 2022-2023:

Í vetur stunda fjölmargir nemendur Grenivíkurskóla tónlistarnám við Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Nemendur sækja tónlistarnám sitt á skólatíma og eru tímar skipulagðir í samráði við starfsfólk skólans. Skólatónleikar eru haldnir reglulega yfir skólaárið og þá hafa nemendur oft á tíðum spilað t.d. á Vorskemmtun skólans, í Upplestrarkeppninni og við skólasetningu og skólaslit.

Kennarar Tónlistarskólans sem kenna við Grenivíkurskóla í vetur eru:

Elín Jakobsdóttir (píanó)

Sigurður Ingimarsson (gítar, trommur og tónfræði)

Heimir Ingimarsson (trompet, söngur og tónfræði)

Erla Mist Magnúsdóttir (tónmennt í 1.-4. bekk)