Öryggishandbók Grenivíkurskóla

Í öryggishandbók Grenivíkurskóla er að finna upplýsingar um alla þá þætti sem snúa að öryggi, heilbrigði og velferð starfsfólks og nemenda Grenivíkurskóla. Tilgangurinn með gerð þessarar handbókar er að tryggja öllum aðilum skólasamfélagsins gott og öruggt starfsumhverfi. Öryggisnefnd skólans hefur yfirumsjón með handbókinni en hún tekur til umfjöllunar mál sem varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað.

Öryggishandbók Grenivíkurskóla (síðast uppfærð í október 2023)