04.05.2023
Grenivíkurskóli leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi kennurum með brennandi áhuga á skólastarfi.
Um tvö störf er að ræða:
• Annars vegar 100% staða umsjónarkennara á yngsta stigi. Um framtíðarstarf er að ræða og er ráðið í stöðuna frá 1. ágúst 2023.
• Hins vegar 100% staða umsjónarkennara á unglingastigi í afleysingum, frá 1. ágúst 2023 til 31. mars 2024. Um er að ræða kennslu í bóklegum greinum, með áherslu á stærðfræði og íslensku.
Lesa meira
03.02.2023
Grenivíkurskóli leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi starfsmanni með brennandi áhuga á skólastarfi. Um er að ræða 100% starf og laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2023.
Lesa meira
21.12.2022
Starfsfólk Grenivíkurskóla óskar nemendum, foreldrum, og öðrum velunnurum skólans gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Við þökkum fyrir góðar stundir á árinu sem er að líða og hlökkum til að fjölga þeim á nýju ári.
Lesa meira
05.12.2022
Undanfarin ár hefur Grenivíkurskóli fengið veglega styrki frá fyrirtækjum hér á svæðinu fyrir jólin, sem hefur verið nýttur til bókakaupa og hafa allir nemendur fengið bók í jólagjöf frá skólanum. Í ár var ákveðið að nýta styrkina heldur til sameiginlegra bókakaupa og setja upp í skólanum hillur undir jólabókaflóðið.
Lesa meira
08.08.2022
Vegna óvæntra aðstæðna er laus er til umsóknar 100% staða grunnskólakennara við Grenivíkurskóla. Um er að ræða afleysingastöðu í eitt ár. Starfið felst í almennri bekkjarkennslu í teymi unglingstigs ásamt stuðningi á öðrum stigum.
Lesa meira
08.06.2022
Að vanda var nóg um að vera síðustu dagana fyrir sumarfrí hér í Grenivíkurskóla. Runólfur, kveðjuhátíð 10. bekkjar, var á sínum stað, blásið var til sérstaks Úkraínudags, og skólanum var svo slitið þann 1. júní og fimm nemendur útskrifaðir úr 10. bekk.
Lesa meira
07.06.2022
Við Grenivíkurskóla er laus til umsóknar staða skólaliða frá 15. ágúst 2022. Umsóknarfrestur er til 21. júní næstkomandi. Nánari upplýsingar um starfið má sjá í meðfylgjandi auglýsingu.
Lesa meira
06.02.2022
Kæra skólasamfélag.
Skólahald fellur niður í Grenivíkurskóla á morgun, mánudaginn 7. febrúar, vegna vonskuveðurs sem spáð er.
Reiknað er með austan roki með mikilli úrkomu hér við Eyjafjörð með allt að 42 metrum á sekúndu í kviðum frá kl. ca 6 eða 7 í fyrramálið og fram undir hádegi.
Höldum okkur heima nema brýna nauðsyn beri til annars og reynum að hafa það notalegt.
Bestu kveðjur,
Þorgeir
Lesa meira
22.12.2021
Starfsfólk Grenivíkurskóla sendir nemendur, foreldrum og öðrum velunnurum skólans bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum fyrir góðar stundir á árinu sem er að líða og hlökkum til að sjá ykkur á því nýja.
Lesa meira
03.10.2021
Líkt og þið hafið eflaust heyrt um að þá er talsverð útbreiðsla Covid-19 smita á Akureyri og nágrenni um þessar mundir. Smitin eru fyrst og fremst á meðal nemenda í grunnskólum og hafa teygt sig inn í flesta skóla á Akureyri og fleiri skóla á Eyjafjarðarsvæðinu. Búið er að stöðva íþróttaæfingar og tómstundir á meðan reynt er að ná utan um stöðuna auk þess sem einhverjir skólar hafa þurft að takmarka starfsemi sína eða loka tímabundið vegna smita.
Lesa meira