Fréttir

Nýir nemendur fá skólatöskur

Líkt og undanfarin ár færir Grýtubakkahreppur nemendum í 1. bekk skólatösku að gjöf við upphaf skólagöngu þeirra. Í ár eru tveir nemendur sem hefja nám í 1. bekk, þau Guðbjörg Jana og Bjarki Signar. Við óskum þeim velfarnaðar í leik og starfi í skólanum á næstu árum og vonum að skólataskan sem þau völdu sér komi til með að reynast þeim vel.
Lesa meira

Skólasetning Grenivíkurskóla

Grenivíkurskóli verður settur á útisvæði skólans klukkan 8:20 á morgun, mánudag. Foreldrar og forráðamenn eru velkomin á skólasetninguna en eru beðin um að gæta að 1 metra fjarlægðarreglu. Að skólasetningu lokinni fara nemendur í útivistardag, hádegismatur er kl. 12:00 og skóla lokið eftir mat.
Lesa meira

Nemandi vikunnar

Hermann Ingi Harðarson var dreginn sem nemandi vikunnar á samveru um daginn. Af því tilefni svaraði hann nokkrum laufléttum spurningum fyrir heimasíðuna.
Lesa meira

Nemendur í 1. bekk fengu hjálma

Nemendur í 1. bekk fengu á samveru í dag afhenta hjálma, en um er að ræða árlega gjöf Kiwanis-klúbbsins á Akureyri til 1. bekkinga á svæðinu.
Lesa meira

Sigurvegarar í páskagetraun 2021

Nemendur í 8.-10. bekk fengu að spreyta sig á árlegri páskagetraun dagana fyrir páska.
Lesa meira

Lausar stöður við Grenivíkurskóla

Við Grenivíkurskóla eru lausar til umsóknar tvær stöður. Annars vegar 80-100% staða íþróttakennara í afleysingu og hins vegar staða skólaliða.
Lesa meira

Nemandi vikunnar

Lilja Katrín var dregin sem nemandi vikunnar um daginn og svaraði af því tilefni nokkrum spurningum fyrir heimasíðuna.
Lesa meira

Brúðuleikhús á samveru

Nemendur í 1.-4. bekk hafa undanfarnar vikur undirbúið brúðuleikhús og í gær var komið að því að sýna afraksturinn á samveru.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Innanhússhluti Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk fór fram í Grenivíkurskóla í gær, mánudaginn 1. mars.
Lesa meira

Nemandi vikunnar

Ellen Birna var dreginn sem nemandi vikunnar á samveru síðastliðinn mánudag. Af því tilefni svaraði hún nokkrum laufléttum spurningum fyrir heimasíðuna.
Lesa meira