Óveður í kortunum - skóli fellur niður mánudaginn 7. febrúar

Kæra skólasamfélag.

Skólahald fellur niður í Grenivíkurskóla á morgun, mánudaginn 7. febrúar, vegna vonskuveðurs sem spáð er. Reiknað er með austan roki með mikilli úrkomu hér við Eyjafjörð með allt að 42 metrum á sekúndu í kviðum frá kl. ca 6 eða 7 í fyrramálið og fram undir hádegi.
Höldum okkur heima nema brýna nauðsyn beri til annars og reynum að hafa það notalegt.

Bestu kveðjur,
Þorgeir