Nýir nemendur fá skólatöskur

Líkt og undanfarin ár færir Grýtubakkahreppur nemendum í 1. bekk skólatösku að gjöf við upphaf skólagöngu þeirra. Í ár eru tveir nemendur sem hefja nám í 1. bekk, þau Guðbjörg Jana og Bjarki Signar. Við óskum þeim velfarnaðar í leik og starfi í skólanum á næstu árum og vonum að skólataskan sem þau völdu sér komi til með að reynast þeim vel.