Grenivíkurskóli auglýsir eftir kennara

Vegna óvæntra aðstæðna er laus er til umsóknar 100% staða grunnskólakennara við Grenivíkurskóla. Um er að ræða afleysingastöðu í eitt ár. Starfið felst í almennri bekkjarkennslu í teymi unglingstigs ásamt stuðningi á öðrum stigum.

Í Grenivíkurskóla eru um 50 nemendur í 1. – 10. bekk. Í skólanum er góður starfsandi og þar er leitast við að haga skólastarfinu í sem fyllsta samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska hvers og eins. Meðal þess sem við leggjum ríka áherslu á er góður skólabragur, teymiskennsla, lýðheilsa og umhverfismennt. 

Áhugasöm eru beðin um að hafa samband við skólastjóra sem allra fyrst, annað hvort með tölvupósti – thorgeir@grenivikurskoli.is – eða í síma 414-5410.

Nánari upplýsingar gefur Þorgeir Rúnar Finnsson, skólastjóri, í síma 414-5410 eða í tölvupósti thorgeir@grenivikurskoli.is

Nánari upplýsingar um skólann má finna á www.grenivikurskoli.is