Nemandi vikunnar

Páll Þórir var dreginn sem nemandi vikunnar síðastliðinni mánudag og svaraði af því tilefni nokkrum laufléttum spurningum.

Nafn: Páll Þórir Þorkelsson

Gælunafn: Palli

Bekkur: 1. bekkur

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Að fara í heita pottinn í sundi og leika.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Að fara í leik í iPad og þegar ég fór í ferðalag til Vestmannaeyja.

Áhugamál? Læra á píanó og að fela mig.

Uppáhaldslitur/litir? Grænn, blár og fjólublár.

Uppáhaldsmatur? Pasta, tortilla, spaghettí og píta.

Uppáhaldsjónvarpsefni? Netflix.

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Ella píanókennari. 

Uppáhaldsíþróttalið/íþróttamaður? Magni.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Bakari.

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Til Tenerife því það er svo heitt þar.

Ef þú verður frægur þegar þú verður stór, fyrir hvað heldurðu að þú verðir frægur? Fyrir að eiga fullt af peningum.

Hvaða reglu heima fyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Ég myndi vilja vaka lengur á kvöldin.

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Ég myndi gefa þeim dót, t.d. slökkviliðsbíl.

Ef þú gætir fundið upp eitthvað til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Vél sem myndi láta alla hætta að vera leiðinlega. 

Ef þú gætir ferðast til baka aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Ég myndi segja mér að vera stilltur og góður í leikskólanum.

Við þökkum Palla kærlega fyrir skemmtileg svör!