Nemandi vikunnar

Eftir smá pásu kynnum við til leiks nýjasta nemanda vikunnar, en það er hann Alexander Smári, nemandi í 1. bekk. Hann svaraði nokkrum spurningum fyrir heimasíðuna.

Nafn: Alexander Smári Hákonarson

Gælunafn: Smári

Bekkur: 1. bekkur

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Að leika við Palla í fótboltaspilinu og að spila á spil.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Að fara í íþróttir og fimleika og kaupa ís og nammi og hafa bíó heima.

Áhugamál? Ég elska að spila á gítarinn minn og fara í íþróttir.

Uppáhaldslitur/litir? Regnbogalitir, gull og silfur.

Uppáhaldsmatur? Mjólkurgrautur með rúsínum, kanelsykri og slátri.

Uppáhaldsjónvarpsefni? Að horfa á fullt að dóti á YouTube.

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Siggi sem er að kenna mér á gítar.

Uppáhaldsíþróttalið/íþróttamaður? Magni, KA og Liverpool.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Mig langar að vera kennari og kenna þeim sem eru í 1. bekk.

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Kína.

Ef þú verður frægur þegar þú verður stór, fyrir hvað heldurðu að þú verðir frægur? Fyrir að eiga fullt af peningum.

Hvaða reglu heima fyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Engri sérstakri.

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Peninga og fullt af dóti og mat.

Ef þú gætir fundið upp eitthvað til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Vél svo að allir gætu búið til peninga.

Ef þú gætir ferðast til baka aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Að passa mig á því að klessa ekki á stóra eða beitta steina þegar ég er að hjóla.

Við þökkum Alexander Smára kærlega fyrir skemmtileg svör.