Hlaupið í Ólympíuhlaupi ÍSÍ

Nemendur Grenivíkurskóla hlupu í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í gær, föstudaginn 18. september. Veðrið var með besta móti þó eitthvað hafi blásið. Nemendur gátu valið um að hlaupa 2.5, 5 eða 10 km og voru 11 hlaupagarpar sem völdu að fara 10 km.

Ekki hafði farið fram nákvæm mæling á leiðunum sem farnar voru og því fór það svo að kílómetrarnir 10 reyndust ríflega 12! Það voru því þreyttir en glaðir fætur sem komust á leiðarenda eftir langt hlaup.

Nokkrar myndir eru komnar í albúm og fleiri gætu bæst við eftir helgi: Myndir frá Ólympíuhlaupi ÍSÍ