Nemandi vikunnar

Marsibil Anna var dreginn út sem nemandi vikunnar um daginn og hún svaraði af því tilefni nokkrum spurningum fyrir heimasíðuna.

Nafn: Marsibil Anna Snædahl Árnadóttir

Gælunafn: Massa og sumir kalla mig Marsipan.

Bekkur: 8. bekkur.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Stærðfræði og nesti á föstudögum.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Að fara til Tenerife og Tælands.

Áhugamál? Handbolti.

Uppáhaldslitur/litir? Grænn og rauður.

Uppáhaldsmatur? Kjúklingapasta sem mamma og pabbi gera.

Uppáhaldsjónvarpsefni? Ekkert sérstakt.

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Bríet.

Uppáhaldsíþróttalið/íþróttamaður? KA/Þór í handbolta.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Það er ekki ákveðið.

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Tæland, á góðar minningar þaðan og það væri gott að komast þangað aftur.

Ef þú verður fræg þegar þú verður stór, fyrir hvað heldurðu að þú verðir fræg? Handboltakona.

Hvaða reglu heima fyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Við erum ekki með neinar sérstakar reglur, allavega ekki neinar sem ég myndi vilja breyta.

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Hamingju.

Ef þú gætir fundið upp eitthvað til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Tæki/vélmenni sem myndi hjálpa með daglegt líf, t.d. pössun, uppvask, matseld o.s.frv.

Ef þú gætir ferðast til baka aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Haltu áfram að horfa fram á við, ekki draga sjálfa þig niður.

Við þökkum Marsibil kærlega fyrir skemmtileg svör!