Nemandi vikunnar

Á síðustu samveru var dreginn nýr nemandi vikunnar og var það nafn Bellu Guðjónsdóttur sem kom upp úr umslaginu. Af því tilefni spurðum við hana nokkurra spurninga.

Nafn: Bella Guðjónsson

Gælunafn: Bara Bella

Bekkur: 1. bekkur

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Spila veiðimann og læra stærðfræði.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Að leika við pabba og mömmu.

Áhugamál? Að hjóla og æfa fótbolta.

Uppáhaldslitur/litir? Fjólublár og bleikur.

Uppáhaldsmatur? Lalalala lasagna.

Uppáhaldsjónvarpsefni? Mr. Bean.

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Veit ekki. 

Uppáhaldsíþróttalið/íþróttamaður? KA og Magni.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Leikskólakennari.

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Til Tenerife því það er svo gott veður þar.

Ef þú verður fræg þegar þú verður stór, fyrir hvað heldurðu að þú verðir fræg? Fyrir að spila á rafmagnsgítar.

Hvaða reglu heima fyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Engri.

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Fullt af peningum.

Ef þú gætir fundið upp eitthvað til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Súperman og Hulk vélmenni sem myndi passa okkur.

Ef þú gætir ferðast til baka aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Veit ekki.

Við þökkum Bellu kærlega fyrir skemmtileg svör.