Nemandi vikunnar

Natalía Margrét er næsti nemandi vikunnar, en nafn hennar var dregið á samveru síðastliðinn mánudag. Af því tilefni svarað i hún nokkrum laufléttum spurningum fyrir heimasíðuna.

Nafn: Natalía Margrét Einarsdóttir

Gælunafn: Bara Natalía.

Bekkur: 1. bekkur

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Stærðfræði.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Að fara í afmæli.

Áhugamál? Spila á píanó en ég spila samt bara heima.

Uppáhaldslitur/litir? Bleikur.

Uppáhaldsmatur? Kjöt.

Uppáhaldsjónvarpsefni? Ég horfi eiginlega aldrei á sjónvarp, eða bara stundum, þegar ég er í fríi.

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Sumarið er okkar með Ingó, ég er oft að hlusta á hann.

Uppáhaldsíþróttalið/íþróttamaður? KA er uppáhaldsliðið mitt.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Píanóleikari.

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Danmörku, af því að ég átti einu sinni heima þar.

Ef þú verður fræg þegar þú verður stór, fyrir hvað heldurðu að þú verðir fræg? Veit það ekki.

Hvaða reglu heima fyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Þegar við fengum nýjan sófa þá mátti ekki lengur borða í sófanum, ég myndi vilja breyta því. En mamma leyfir mér samt stundum að borða í sófanum.

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Dúkkur og bangsa.

Ef þú gætir fundið upp eitthvað til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Vélmenni sem myndi hjálpa til á heimilinu.

Ef þú gætir ferðast til baka aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Veit ekki.

Við þökkum Natalíu kærlega fyrir skemmtileg svör.