Eins og flestir vita að þá eru nemendur farnir að hittast á samverusvæðinu okkar í eina kennslustund á hverjum degi til þess að syngja lögin fyrir vorskemmtunina.
Á þriðjudaginn var, kom Björn Ingólfsson og byrjaði á að segja nokkur orð áður en við byrjuðum að syngja. Fyrir nokkrum vikum síðan tóku nefninlega nemendur í 7. bekk þátt í Stóru Upplestrarkeppninni og þar lásu þau öll upp ljóð eftir Sigrúnu Haraldsdóttur. Björn Ingólfsson bað þá sérstaklega um að krakkarnir yrðu tekin upp við að lesa ljóðið eftir hana en hann þekkir Sigrúnu persónulega. Hann sendi henni síðan myndbandið og var hún svona svakalega ánægð með þau Elínu Þóru, Júlíu Rós og Pétur Þór. Sigrún sendi Björn til þeirra með þakkarorð fyrir flottan flutning á ljóðinu hennar og þá færði Björn þeim ljóðabókina hennar Hvítir veggir. Þau voru að sjálfsögðu himinsæl með þessa flottu gjöf frá Sigrúnu
610 Grenivík Sími á skrifstofu: 414-5413 Netfang: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 414-5410 / grenivikurskoli@grenivikurskoli.is