Styrkur frá Sænesi

Fyrir jól fékk Grenivíkurskóli veglegan styrk frá Sænesi ehf., sem gerði okkur kleift að kaupa spjaldtölvur fyrir nemendur í 1.-4. bekk.

Spjaldtölvurnar eru nú komnar í notkun og virkilega skemmtilegt og spennandi að bæta þeim við í námi og kennslu hjá þessum nemendum. Fjóla Stefánsdóttir og Jóhann Ingólfsson frá Sænesi komu til okkar á samveru síðastliðinn mánudag og afhentu spjaldtölvurnar formlega, en það var Bella Guðjónsdóttir, nemandi í 1. bekk, sem veitti þeim móttöku.

Við þökkum Sænesi kærlega fyrir þennan veglega styrk!