Skáld í skólum

Rithöfundarnir Eva Rún Þorgeirsdóttir og Sævar Helgi Bragason komu í heimasókn í Grenivíkurskóla og héldu erindi sem þau kalla "Bækur breyta heiminum". Heimsóknin er hluti af verkefninu Skáld í skólum sem Rithöfundasamband Íslands heldur utan um.

Erindið var lifandi og skemmtilegt og fjölluðu þau Eva og Sævar á fjörugan hátt um töframátt bóka og hvernig þær geta breytt heimi okkar. Nemendur fylgdust spenntir með og fengu einnig að taka þátt í að skapa sögur með hjálp svokallaðra söguteninga. Skemmtileg heimsókn og þökkum við Evu og Sævari kærlega fyrir komuna.