Sænes styrkir Grenivíkurskóla

Fjóla Stefánsdóttir og Jóhann Ingólfsson færa Júlíu Rós fyrstu Chromebook-vélina
Fjóla Stefánsdóttir og Jóhann Ingólfsson færa Júlíu Rós fyrstu Chromebook-vélina

Á samveru í dag komu fulltrúar frá Sænesi og afhentu skólanum formlega Chromebook-vélarnar sem skólinn fjárfesti í á dögunum, en Sænes styrkti skólann um 500.000 kr. til kaupanna.

Jóhann Ingólfsson og Fjóla Stefánsdóttir, fulltrúar stjórnar Sæness, mættu á samveru og afhentu nýkjörnum formanni nemendaráðs, Júlíu Rós Viðarsdóttur, fyrstu tölvuna. Chromebook-vélarnar eiga eftir að koma sér sérlega vel í frekari tæknivæðingu skólans, samhliða því sem skólinn færir sig inn í Google-umhverfið.

Nemendur og starfsfólk Grenivíkurskóla þakka Sænesi kærlega fyrir styrkinn!