Nemandi vikunnar

Bjartur Ingi er næsti nemandi vikunnar, en nafn hans var dregið á samveru í síðustu viku. Af því tilefni svaraði Bjartur nokkrum laufléttum spurningum.

Nafn: Bjartur Ingi Jónsson

Gælunafn: Monsi

Bekkur: 2. bekkur

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Íþróttir, myndmennt, handmennt og stærðfræði.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Fara til útlanda, á Kanarí.

Áhugamál? Fara í sund og stunda íþróttir.

Uppáhaldslitur/litir? Blár, gulur, appelsínugulur og sægrænn.

Uppáhaldsmatur? Pizza og píta.

Uppáhaldsjónvarpsefni? Alvin og íkornarnir og jóladagatalið.

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Hr. Hnetusmjör.

Uppáhaldsíþróttalið/íþróttamaður? Gylfi Sigurðsson og íslenska landsliðið.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Fótboltamaður og vinna á varðskipi hjá pabba.

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Til Tenerife og Kína af því frænka mín er í Kína og á Tenerife gæti ég séð höfrunga og eitthvað.

Ef þú verður frægur þegar þú verður stór, fyrir hvað myndirðu verða frægur? Fyrir að vera góður í fótbolta.

Hvaða reglu heima fyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Fá að vera frjálst í tölvu allan daginn.

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Föt.

Ef þú gætir fundið upp eitthvað til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Finna upp vél sem myndi stoppa öll stríð í heiminum.

Ef þú gætir ferðast til baka aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Veit ekki.

Við þökkum Bjarti Inga kærlega fyrir skemmtileg svör.