Nemandi vikunnar

Selma Lind var dregin sem nemandi vikunnar á samveru um daginn. Af því tilefni svaraði hún nokkrum laufléttum spurningum.

Nafn: Selma Lind Björnsdóttir

Gælunafn: Bara kölluð Selma

Bekkur: 4. bekkur.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Myndmennt og tölvur.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Þegar ég fór til Akraness og þegar ég fór til Spánar.

Áhugamál? Píanó, fótbolti og að leika við vinkonur mínar.

Uppáhaldslitur/litir? Grænn og blár.

Uppáhaldsmatur? Skinkupasta.

Uppáhaldsjónvarpsefni? Hitt og þetta á Netflix og YouTube.

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Engin sérstök, hlusta á ýmsilegt.

Uppáhaldsíþróttalið/íþróttamaður? Magni og Ísland. Ingólfur Birnir, frændi minn í Magna.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Læknir.

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Frakkland, því frænka mín á heima þar.

Ef þú verður fræg þegar þú verður stór, fyrir hvað myndirðu verða fræg? Tónlistarkona.

Hvaða reglu heima fyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Að ég mætti oftar leika eftir mat.

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Betra líf, svo öllum myndi líða vel.

Ef þú gætir fundið upp eitthvað til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Sjálfvirkan matarskammtara.

Ef þú gætir ferðast til baka aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Veit ekki.

Við þökkum Selmu Lind kærlega fyrir skemmtileg svör.