Nemandi vikunnar

Ari Logi Bjarnason var dreginn sem nemandi vikunnar á samveru síðastliðinn mánudag. Af því tilefni svaraði hann nokkrum laufléttum spurningum.

Nafn: Ari Logi Bjarnason

Gælunafn: Bara kallaður Ari

Bekkur: 2. bekkur

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Íþróttir og sund.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Þegar ég fór til Danmerkur.

Áhugamál? Mér finnst mjög gaman að æfa tónlist og fótbolta. Síðan er ég kannski að fara að æfa íshokkí.

Uppáhaldslitur/litir? Grænn

Uppáhaldsmatur? Pizza

Uppáhaldsjónvarpsefni? Ég er oft að horfa á ofurhetjumyndir.

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Trompetkennarinn minn.

Uppáhaldsíþróttalið/íþróttamaður? Auðvitað Magni.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Ég ætla kannski að verða lögga.

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Mig langar að prófa að fara til Svíþjóðar.

Ef þú verður frægur þegar þú verður stór, fyrir hvað myndirðu verða frægur? Veit ekki.

Hvaða reglu heima fyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Fá að vaka lengur.

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Talandi páfagauk.

Ef þú gætir fundið upp eitthvað til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Veit ekki.

Ef þú gætir ferðast til baka aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Veit ekki.

 Við þökkum Ara Loga kærlega fyrir skemmtileg svör!