Nemandi vikunnar

Nemandi vikunnar var dreginn á samveru í síðustu viku. Haraldur Helgi sá um dráttinn og var svo sniðugur að draga bróður sinn Bynjar Snæ, sem svaraði nokkrum laufléttum spurningum fyrir okkur.

Nafn: Brynjar Snær Hjaltason

Gælunafn: Brynni íspinni

Bekkur: 1. bekkur

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Lesa og fara í stærðfræði.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Fara í sund og fara á sjóinn.

Áhugamál? Róbotar og blak.

Uppáhaldslitur/litir? Svartur og hvítur.

Uppáhaldsmatur? Pasta og margaríta.

Uppáhaldsjónvarpsefni? Nýju Lego myndirnar.

Uppáhaldslag? Magnalagið.

Uppáhaldsíþróttalið/íþróttamaður? KF, KR og Magni.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Sjómaður.

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Tenerife, til að fá tvöfaldan ís.

Ef þú verður frægur þegar þú verður stór, fyrir hvað myndirðu verða frægur? Fyrir að vera bestur á Trix-hlaupahjólum.

Hvaða reglu heima fyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Fá að fara alltaf í PlayStation þegar ég vil.

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Bazooku.

Ef þú gætir fundið upp eitthvað til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Veit ekki.

Ef þú gætir ferðast til baka aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Ekki segja ljót orð

Við þökkum Brynjari kærlega fyrir skemmileg svör.