Kennarastöður við Grenivíkurskóla vetur 2019-20

Gengið hefur verið frá ráðningum í kennarastöður við Grenivíkurskóla fyrir næsta vetur. Fimm umsóknir bárust.

Ráðin voru Kolbrún Hlín Stefánsdóttir og Þorgeir Rúnar Finnsson.

Kolbrún hefur lokið M.ed gráðu í menntunarfræðum og hefur leyfisbréf sem grunnskólakennari.  Kolbrún hefur sérhæft sig í kennslu yngri barna með áherslu á byrjendalæsi og kennsluaðferðum í anda verkefnisins „leikur að læra“.

Þorgeir Rúnar hefur lokið B.A gráðu í fjölmiðlafræði og hefur leyfisbréf sem grunnskólakennari og framhaldsskólakennari.  Þá hefur Þorgeir lokið M.Sc gráðu í stjórnun frá Lund University School of Economics and Management.

Einnig hefur Elsa María Guðmundsdóttir verið ráðin í hlutastarf.  Hún mun m.a. sjá um skólavistun næsta vetur.  Elsa er myndlistakennari að mennt, með réttindi í grunn- og framhaldsskóla.