Verðandi nemendur fengu afhentar skólatöskur

Undanfarin ár hefur Grýtubakkahreppur fært nemendum, sem hefja nám við í 1. bekk Grenivíkurskóla, skólatöskur að gjöf. Í ár var engin breyting þar á og fengu nemendur töskurnar afhentar í vikunni.

Við í skólanum óskum nemendum og foreldrum þeirra til hamingju með nýju töskurnar og vonum að þær komi til með að nýtast vel á næstu árum. Við hlökkum mikið til að taka á móti þessum flottu krökkum í skólann eftir fáeina daga.

Sjá myndir hér.