Stóru upplestarkeppninni lokið

21. mars síðastliðinn lauk Stóru upplestrarkeppninni með lokahátíð í Kvosinni, sal Menntaskólans á Akureyri. Þar kepptu tíu fulltrúar fimm skóla á Eyjafjarðarsvæðinu, Grunnskóli Fjallabyggðar, Dalvíkurskóli, Þelamerkurskóli, Hrafnagilsskóli og Grenivíkurskóli sem hélt keppnina með miklum glæsibrag. Sýnd voru mörg tónlistaratriði, þar sem nemendur skólans spiluðu á hin ýmsu hljóðfæri. Erum við mjög stolt af okkar nemendum sem stóðu sig með prýði og voru okkur mikið til sóma. Úrslit keppnarinnar fór þannig að Máni frá Dalvíkurskóla var í fyrsta sæti,  Árni Stefán frá Dalvíkurskóla var í öðru sæti og í því þriðja var hann Hrafnkell Máni úr Grenivíkurskóla. Viljum við þakka öllum sem sáu sér fært um að koma og njóta þessa einstaklega vel heppnaða viðburðar með okkur.

 

Hér má sjá myndir