Skólasetning Grenivíkurskóla

Í ljósi Covid-19 faraldursins verður skólasetning Grenivíkurskóla með öðrum hætti en venjulega að þessu sinni. Skólinn verður settur á útisvæðinu við skólann þriðjudaginn 25. ágúst kl. 8:20 og í kjölfarið tekur við útivistardagur hjá nemendum. Í ljósi aðstæðna óskum við eftir því að eingöngu foreldrar nemenda í 1. bekk fylgi nemendum sínum á skólasetninguna.