Nemendur í 8.-10. bekk fengu að spreyta sig á árlegri páskagetraun dagana fyrir páska. Svo fór raunar að fresta þurfti síðustu getrauninni af fimm þar sem nemendur voru sendir snemma í páskafrí vegna sóttvarnaráðstafana. Síðasta getraunin var því lögð fyrir nú í vikunni og þá réðust loks úrslitin.
Eftir nokkuð harða keppni varð niðurstaðan sú að Olla var í 3. sæti, Bjarni Ben í 2. sæti en Elmar Ingi bar sigur úr býtum. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn, en að launum fengu þau að sjálfsögðu páskaegg, jafnvel þótt páskarnir séu búnir.
|
610 Grenivík Sími á skrifstofu: 414-5413 Netfang: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 414-5410 / grenivikurskoli@grenivikurskoli.is