Nemendur í 1. bekk fengu hjálma

Nemendur í 1. bekk fengu á samveru í dag afhenta hjálma, en um er að ræða árlega gjöf Kiwanis-klúbbsins á Akureyri til 1. bekkinga á svæðinu. 

Við sendum Kiwanis-klúbbnum bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf og vonum að allir hjólagarpar muni ávallt eftir því að nota hjálminn.