Lestrarátak Ævars vísindamanns lokið

Nú er lestrarátaki Ævars vísindamanns nýlokið, en það stóð yfir frá 1. janúar  til 1. mars.  Á þeim tíma lásu nemendur Grenivíkurskóla 381 bók og foreldrar þeirra lásu 37 bækur.  Á samveru sl. mánudag fengu þeir sem flestar bækur lásu sérstaka viðurkenningu.  Þetta voru þau Jasmín Ýr, Olgeir Máni, Sigurður Arnfjörð og Kristófer Darri.  Þórunn Lúthersdóttir og Bjarni Arason fengu einnig viðurkenningu fyrir foreldralestur, en þau lásu samtals 12 bækur.  Ævar vísindamaður dró einn nemanda úr hverjum skóla sem fær að gjöf áritaða bók eftir Ævar sem kemur út í sumar.  Sá nemendi Grenivíkurskóla sem var svo lukkulegur var Olgeir Máni og er hann vel að verðlaununum kominn.  Meira má lesa um lestrarátök Ævars á:  https://www.visindamadur.com/