Nemandi vikunnar

Tristan Logi er næsti nemandi vikunnar hjá okkur hér í skólanum. Hann svaraði nokkrum spurningum af því tilefni.

Nafn: Tristan Logi Stefánsson

Gælunafn: Trissi

Bekkur: 1. bekk

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Íþróttir, sund, stærðfræði, smíðar og að borða.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Þegar ég fékk boga og kúlubyssu á jólunum.

Áhugamál? Spila á rafmagnsgítar, fótbolti, sund og fara í feluleik.

Uppáhaldslitur/litir? Grænn, ljósblár, appelsínugulur, bleikur, fjólublár, rauður og hvítur.

Uppáhaldsmatur? Pizza og hamborgari.

Uppáhaldsjónvarpsefni? Jelly, það er svona risastór kall með geggjað mikið skegg.

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Enginn sérstakur.

Uppáhaldsíþróttalið/íþróttamaður? Ísland, Barcelona og Messi.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Mig langar að vera frægur fótboltamaður, frægari en Messi.

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Á Norðurpólinn, því ég vil ekki fara þar sem er brennandi heitt. Og líka á einhverja strönd þar sem hægt er að kæla sig í sjónum.

Ef þú verður frægur þegar þú verður stór, fyrir hvað myndirðu verða frægur? Fyrir að vera góður í fótbolta og skora 20 mörk í einum leik í FIFA.

Hvaða reglu heima fyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Ég myndi vilja fá að vera allan daginn í símanum og að ég mætti borða nammi alla daga.

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Rafmagnsbíl, rafmagnskrossara og matarvélmenni sem er með ofn og býr til mat.

Ef þú gætir fundið upp eitthvað til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Matarjeppa sem myndi búa til mat og keyra svo á milli og gefa öllum að borða.

Ef þú gætir ferðast til baka aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Ég veit ekki.