Nemandi vikunnar

Sigurður Einar er næsti nemandi vikunnar, en hans nafn var dregið á samveru sl. mánudag. Af því tilefni svaraði Sigurður nokkrum spurningum.

Nafn: Sigurður Einar Þorkelsson

Gælunafn: Siggi, Tractorinn

Bekkur: 8. bekkur

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Að stríða mömmu í stærðfræðitímum.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Dettur ekkert í hug.

Áhugamál? Kindur.

Uppáhaldslitur/litir? Grænn.

Uppáhaldsmatur? Lambalæri með öllu tilheyrandi.

Uppáhaldsjónvarpsefni? Chicago Fire.

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Creedence Clearwater Revival.

Uppáhaldsíþróttalið/íþróttamaður? Liverpool og Salah.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Bóndi.

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Sviss, þar er allt í súkkulaði.

Ef þú verður frægur þegar þú verður stór, fyrir hvað myndirðu verða frægur? Fyrir að umbylta fjárrækt á Íslandi og auka afurðaverð til bænda.

Hvaða reglu heima fyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Dettur ekkert í hug.

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Ég myndi sennilega gefa þeim eitthvað að éta.

Ef þú gætir fundið upp eitthvað til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Ég myndi finna upp vélmenni til að þrífa hús að innan, t.d. ryksuga, skúra, þurrka af, setja í uppþvottavél og fleira.

Ef þú gætir ferðast til baka aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Að hafa ekki áhyggjur af því ég fengi ekki næga athygli þegar litli bróðir minn fæðist.

Við þökkum Sigurði fyrir skemmtileg svör!