Nemandi vikunnar

Hermann Ingi Harðarson var dreginn sem nemandi vikunnar á samveru um daginn. Af því tilefni svaraði hann nokkrum laufléttum spurningum fyrir heimasíðuna.

Nafn: Hermann Ingi Harðarson

Gælunafn: Sumir kalla mig stundum Hemmi en oftast er ég kallaður Hermann.

Bekkur: 1. bekkur

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Mér finnst gaman í skólavistun og svo er stærðfræði pínu skemmtileg. Og svo finnst mér mjög gaman að leika úti.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Mér fannst skemmtilegt að flytja til Íslands og svo eftir nokkrar vikur ætla ég í ferðalag með ömmu og afa. Svo er alltaf gaman að fara til ömmu og afa í sveitina.

Áhugamál? Mig langar einhvern tímann að læra að spila á trommur og líka æfa handbolta, körfubolta eða fótbolti. Svo er gaman að vera í iPad líka.

Uppáhaldslitur/litir? Grænn.

Uppáhaldsmatur? Grjónagrautur, súkkulaði og líka marengs og kökur. En samt ekki kökur eins og pabbi minn borðar, þær eru vondar.

Uppáhaldsjónvarpsefni? Bara eitthvað á YouTube í iPadinum, svo finnst mér gaman að horfa á Inspector Gadget í danska sjónvarpinu.

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Mér finnst Svarti Pétur (Bíólagið) með Stuðmönnum mjög skemmtilegt.

Uppáhaldsíþróttalið/íþróttamaður? Ég held með Arsenal eins og pabbi minn.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Ekki rafvirki, það er leiðinlegt held ég. Mig langar að vera bóndi og búa til tölvuleiki og mig langar líka að vinna í Legolandi.

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Ég myndi velja Norðurpólinn eða Suðurpólinn, ég hef aldrei komið þangað. Af því ég hef aldrei séð mörgæsir og ísbirni.

Ef þú verður frægur þegar þú verður stór, fyrir hvað heldurðu að þú verðir frægur? Ég veit ekki.

Hvaða reglu heima fyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Ekkert sérstakt, nema kannski fá að fara í iPadinn þegar ég vil.

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Ég myndi gefa þeim kannski Lego eða hlaupahjól eða rafmagnsgröfu með svona fjarstýringu.

Ef þú gætir fundið upp eitthvað til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Þá myndi ég byggja tímavél til að finna allt sem hefur týnst, dót og svoleiðis.

Ef þú gætir ferðast til baka aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Ég myndi bara útskýra fyrir sjálfum mér hvað væri búið að gerast og hvernig ég komst þangað.

Við þökkum Hermanni Inga kærlega fyrir skemmtileg svör!