Nemandi vikunnar

Ellen Birna var dreginn sem nemandi vikunnar á samveru síðastliðinn mánudag. Af því tilefni svaraði hún nokkrum laufléttum spurningum fyrir heimasíðuna.

Nafn: Ellen Birna Harðardóttir

Gælunafn: Bara Ellen.

Bekkur: 1. bekkur.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Útifrímó og að renna úti.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Leika við einhverja og þegar ég fór til Tenerife.

Áhugamál? Vera úti að leika.

Uppáhaldslitur/litir? Blár og bleikur og fjólublár.

Uppáhaldsmatur? Kjötsúpa.

Uppáhaldsjónvarpsefni? Mér finnst gaman að horfa á fólk búa til ýmislegt á YouTube, til dæmis hringa og svoleiðis.

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Engin sérstök. 

Uppáhaldsíþróttalið/íþróttamaður? Veit ekki.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Leikskólakennari. 

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Til Noregs af því að frændi minn á heima þar.

Ef þú verður fræg þegar þú verður stór, fyrir hvað heldurðu að þú verðir fræg? Ég veit ekki.

Hvaða reglu heima fyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Veit ekki.

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Bangsa.

Ef þú gætir fundið upp eitthvað til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Vélmenni sem kann að labba og hjálpar okkur með hitt og þetta.

Ef þú gætir ferðast til baka aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Ég myndi segja mér að vera dugleg að bursta tennurnar.

Við þökkum Ellen Birnu kærlega fyrir skemmtileg svör!