Nemandi vikunnar

Trausti Loki er næstur í röðinni sem nemandi vikunnar, en nafn hans var dregið á samveru síðastliðinn mánudag. Af því tilefni svaraði hann nokkrum spurningum fyrir heimasíðuna.

Nafn: Trausti Loki Stefánsson

Gælunafn: Bara Trausti

Bekkur: 1. bekkur

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Pool, vera úti, spila og leika mér.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Að spila einn geggjaðan tölvuleik sem ég á.

Áhugamál? Að lesa, íþróttir, sund og stærðfræði.

Uppáhaldslitur/litir? Grænn, blár, hvítur, svartur og rauður. Og smá grár.

Uppáhaldsmatur? Spaghettí bolognese, pizza og hamborgari.

Uppáhaldsjónvarpsefni? Þættir á Netflix og barnaefni hjá ömmu.

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Enginn sérstakur, en uppáhaldslagið mitt er Dance Monkey.

Uppáhaldsíþróttalið/íþróttamaður? Magni og Manchester United. Kristófer, Bjartur og Angantýr og strákur sem er í KA.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Björgunarsveitarmaður, bakari, tónlistarmaður og kennari.

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Spán, því það er svo heitt og eiginlega aldrei rigning þar og það eru flottar sundlaugar þar.

Ef þú verður frægur þegar þú verður stór, fyrir hvað myndirðu verða frægur? Kannski bara frægur dansari.

Hvaða reglu heima fyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Ég myndi breyta tölvu- og símatímunum.

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Sokka kannski og bíl.

Ef þú gætir fundið upp eitthvað til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Veit ekki alveg.

Ef þú gætir ferðast til baka aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Að vera duglegur að lesa.

Við þökkum Trausta Loka kærlega fyrir skemmtileg svör.