Nemandi vikunnar

Rúnar Haukur Gunnarsson er næsti nemandi vikunnar hér á heimasíðunni, en nafn hans var dregið á samveru síðastlðinn mánudag. Af því tilefni svaraði Gunnar nokkrum laufléttum spurningum.

Nafn: Rúnar Haukur Gunnarsson

Gælunafn: Rúnsi

Bekkur: 6. bekkur

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Íþróttir, sund og handmennt.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Fara til Danmerkur í skemmtigarð og fylgjast með bróður mínum spila fótbolta.

Áhugamál? Fótbolti, körfubolti og handbolti.

Uppáhaldslitur/litir? Blár.

Uppáhaldsmatur? Kálbögglar.

Uppáhaldsjónvarpsefni? Ég horfi ekki svo mikið á sjónvarp.

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Jason Derulo.

Uppáhaldsíþróttalið/íþróttamaður? Manchester United og Bruno Fernandes.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Fótboltamaður.

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? París í Frakklandi, því mig langar að sjá Eiffel-turninn og fara á fótboltaleik.

Ef þú verður frægur þegar þú verður stór, fyrir hvað myndirðu verða frægur? Fyrir að spila fótbolta.

Hvaða reglu heima fyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Fá að vaka lengur á kvöldin.

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Frið.

Ef þú gætir fundið upp eitthvað til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Veit ekki.

Ef þú gætir ferðast til baka aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Að hlaupa í burtu því ef maður hittir sjálfan sig úr framtíðinni þá getur það eyðilagt gang tímans.

Við þökkum Rúnari kærlega fyrir skemmtileg svör!