Nemandi vikunnar

Nemandi vikunnar var dreginn á samveru síðastliðinn mánudag og að þessu sinni var það Haraldur Helgi sem kom upp úr hattinum. Haraldur svaraði af því tilefni nokkrum laufléttum spurningum.

Nafn: Haraldur Helgi Hjaltason

Gælunafn: Halli

Bekkur: 4. bekkur

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Körfubolta úti í frímínútum.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Veiða á Ólafsfirði.

Áhugamál? Stærðfræði.

Uppáhaldslitur/litir? Svartur og hvítur.

Uppáhaldsmatur? Grjónagrautur.

Uppáhaldsjónvarpsefni? Alvin og íkornarnir.

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Enginn sérstakur.

Uppáhaldsíþróttalið/íþróttamaður? Magni.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Körfuboltamaður.

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Ítalíu, ég hef ekki farið þangað.

Ef þú verður frægur þegar þú verður stór, fyrir hvað myndirðu verða frægur? Rappari.

Hvaða reglu heima fyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Vaka eins lengi og ég vil.

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Ég myndi gefa þeim peninga.

Ef þú gætir fundið upp eitthvað til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Finna upp eitthvað sem stoppar stríð.

Ef þú gætir ferðast til baka aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Veit ekki.

Við þökkum Haraldi Helga kærlega fyrir skemmtileg svör!