Katla Eyfjörð nemandi vikunnar

Nafn: Katla Eyfjörð Þorgeirsdóttir

Gælunafn: Katla Kakkalakki, Katala, Katla Kaka

Bekkur: 4. bekkur

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Smíðar, handmennt og myndmennt

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Þegar ég átti heima í Svíþjóð því þar var alltaf svo heitt

Áhugamál? Bangsar og fimleikar

Uppáhaldslitur/litir? Gulur

Uppáhaldsmatur? Píta hún er svo góð

Uppáhaldsjónvarpsefni? Svampur Sveinsson því hann er svo fyndinn!

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Queen eftir að ég horfði á myndina um þau

Uppáhaldsíþróttalið/íþróttamaður? Everton af því að pabbi minn segir að það sé besta lið í heimi en samt veit ég að það er ekki besta lið í heimi.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Dýralæknir af því að ég er hrifin af dýrum

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Bandaríkjanna af því að ég myndi vilja sjá Frelsisstyttuna

Ef þú verður fræg þegar þú verður stór, fyrir hvað myndirðu verða fræg? Fimleika. Ég yrði besta fimleikastjarna í heiminum og yrði alltaf að monta mig. Nei djók! :) 

Hvaða reglu heima fyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Að ég myndi ráða hvenær ég fer að sofa og líka hvenær ég ætti að vakna. Það er nefninlega svo skrítið að mig langar ekkert að fara sofa á kvöldin en samt langar mig heldur ekkert að vakna á morgnana.

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Að þau myndu öll eiga gott heimili og marga peninga

Ef þú gætir fundið upp eitthvað til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Eitthvað sem myndi sjá um að sturta niður úr klósettinu án þess að ýta á takka. Það væri t.d. nóg að segja "Sturta niður,,!

Ef þú gætir ferðast til baka aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Ég myndi sleppa því að kúka á pabba minn þegar ég var lítil. Hann var að skipta á mér og þá kúkaði ég á hann og það fór kúkur yfir hann allan og meir að segja í skeggið hans og hann þurfti að fara í sturtu. Ég man samt ekki eftir þessu, hann sagði mér frá þessu.