Jólagrautur

Hinn árlegi jólagrautur var snæddur í hádeginu í dag og að vanda leyndust nokkrar möndlur í grautnum.

Að þessu sinni voru það Heimir Már, Brynjar Snær, Karen Fatima, Smári Signar og Ágúst Hrafn sem duttu í lukkupottinn og fengu möndlu. Í verðlaun fengu þau fallega jólasveina. Á morgun verður svo hátíðleg stund í hádegismatnum. Hátíðarmatur verður á boðstólum, nemendur munu flytja jólahugvekju og spila jólalög.