Jóhann nemandi vikunnar

Nemandi vikunnar var dreginn út eins og venjulega í samverunni á mánudaginn síðasta. Í þetta skiptið var það Jóhann Kári sem var dreginn. Hann svaraði fyrir okkur nokkrum góðum spurningum. 

Nafn: Jóhann Kári Birgisson

Gælunafn: Ekkert

Bekkur: 3. bekkur

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Íþróttir, stærðfræði, lesa

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Fara með Elvar Þór í sund

Áhugamál? Fótbolti, fuglar

Uppáhaldslitur? Rauður og blár

Uppáhaldsmatur? Hakkbollur

Uppáhaldssjónvarpsefni? Simpsons og Svampur Sveinsson

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? White

Uppáhaldsfótboltalið/fótboltamaður? Manchester City

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Vélstjóri

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Brasilíu. Þar er heitt og enginn snjór.

Ef þú verður fræg/ur þegar þú verður stór, fyrir hvað myndirðu vilja verða frægur? Fótbolta

Hvaða reglu heimafyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Fá að sofa út

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Dót

Ef þú gætir fundið eitthvað upp til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Hús

Ef þú gætir ferðast til baka 3 ár aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Ég myndi bara segja hæ

 

Við þökkum Jóhanni kærlega fyrir skemmtileg svör.