Íþróttadagur í Grenivíkurskóla

Nemendur í 5., 6., og. 7. bekk samskólanna fjögurra; Grenivíkurskóla, Þelamerkurskóla, Valsárskóla og Stórutjarnaskóla, öttu kappi á árlegum íþróttadegi í Grenivíkurskóla í dag.

Keppt var í knattspyrnu, skotbolta og skák og skemmtu keppendur sér vel. Nemendur gæddu sér á dýrindis kjötbollum í hádeginu áður en gestirnir héldu aftur í sína heimaskóla. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og hlökkum til næsta íþróttadags!