Íþróttadagur á Laugum

Nemendur í 7.-10. bekk héldu að Laugum í Reykjadag síðastliðinn föstudag og tóku þar þátt í íþróttadegi sem Framhaldsskólinn á Laugum skipulagði. 7 skólar voru mættir til leiks og keppt var í fjölbreyttum greinum, s.s. körfubolta, skotbolta, þrautabraut og boðhlaupi. Nemendur Grenivíkurskóla stóðu sig með mikilli prýði og höfðu gaman af keppninni.

Til viðbótar við íþróttirnar var svo kynning á starfsemi framhaldsskólans sem nemendum gafst kostur á að hlýða á, ásamt því að nemendafélag skólans stóð fyrir kynningu á félagsstarfi skólans. Þá snæddu nemendur sameiginlegan kvöldverð áður en haldið var heim á leið.