Grenivíkurskóli settur

Skólasetning Grenivíkurskóla fór fram í blíðaskaparveðri á útisvæði skólans nú í morgun. Framundan er spennandi og skemmtilegt skólaár uppfullt af áskorunum fyrir nemendur og starfsfólk. Við hlökkum til að starfa með öllum aðilum skólasamfélagsins í vetur og óskum eftir góðri samvinnu við heimilin hér eftir sem hingað til.