Grenivíkurskóli hlýtur styrk frá Forriturum framtíðarinnar

Grenivíkurskóli var á dögunum einn 29 grunnskóla á landinu til þess að hljóta styrk frá Forriturum framtíðarinnar. Hægt var að sækja um styrki í fjórum flokkum en Grenivíkurskóli hlaut styrk upp á 150.000 krónur til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu.

Stykurinn verður nýttur til kaupa á Sphero forritunarkúlum og fylgihlutum, en kúlurnar bjóða upp á fjölbreytta og skapandi möguleika á kennslu í forritun þvert á aldur og námsgreinar. Kennarar skólans munu fá kennslu í notkun Sphero kúlanna og stefnt er að því að nota þær til kennslu í öllum námshópum.

Grenivíkurskóli þakkar Forriturum framtíðarinnar kærlega fyrir styrkinn og við hlökkum til að vinna með Sphero kúlurnar á næstu árum!

Hér má sjá skemmtileg verkefni með Sphero kúlunum í Árskóla á Sauðárkróki.

Hér má forvitnast meira um Forritara framtíðarinnar.