Grenivíkurskóli auglýsir eftir skólaliða

Grenivíkurskóli auglýsir eftir skólaliða

 

 

Við leitum að barngóðum einstaklingi sem er áreiðanlegur og traustur, fær í mannlegum samskiptum og getur unnið sjálfstætt.  Starfshlutfall er rétt tæplega 70%.

 

Skólaliðar vinna náið með öðru starfsfólki skólans, sjá um þrif, gæslu í útiveru og aðstoða nemendur. Vinnutími er um 6 klst á dag alla virka daga.  Umsækjandi þarf að geta hafið störf í síðasta lagi 1.mars.  Umsóknum skal skila til skólastjóra fyrir 15.desember nk. 

 

Allar nánari upplýsingar um starfið veitir

Ásta F. Flosadóttir skólastjóri í síma 414 5410

eða í tölvupósti asta@grenivikurskoli.is